Ba bú, ba bú

Stjörnugjöf
(3 Stig)


Ba bú ba bú, brunabíllinn flautar
Hvert er hann að fara
Vatn á eld að sprauta
dss, dss, dss, dss,
gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá
mjálmar gráa kisa
Hvert er hún að fara
Út í skóg að ganga
uss, uss, uss, uss,
skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí,
skógarþröstur syngur
Hvert er hann að fara
Burt frá kisu flýgur
uí, uí, uí, uí,
loftin blá hann smýgur.

Höf: Jón Hlöðver Áskelsson

Lesið 3103 Sinnum
Meira í þessum flokk « Ausulagið Bíllinn og dúkkan. »