Notice: Undefined property: stdClass::$imageGeneric in /home/grimsnes/litabok/components/com_k2/views/item/view.html.php on line 663

Krummi svaf í klettagjá

Stjörnugjöf
(6 Stig)

Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:/: Verður margt að meini, :/:
fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:/: Undan stórum steini :/:

Allt er frosið úti gor
ekkert fæst við ströndu mor
:/: svengd er metti mína, :/:
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
:/: seppi úr sorpi að tína. :/:

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel
:/: flaug úr fjallagjótum, :/:
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:/: veifar vængjum skjótum. :/:

Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá
:/: fyrrum frár á velli, :/:
krunk, krunk, nafnar, komið hér
krunk, krunk því oss búin er
:/: krás á köldu svelli. :/:

Íslenskt þjóðlag. Ljóð: Jón Thoroddsen

Lesið 4952 Sinnum