Ríó - Sýnishorn
Teiknimyndir / 44389 Skoðað
Frá framleiðendum Ice Age-þríleiksins kemur hin frábæra teiknimynd Rio! Sjaldgæfi blái arnpáfinn Blár lifir fátbrotnu lífi í bókaverslun í Moose Lake í Minnesota. Þegar vísindamenn finna kvenkyns bláan arnpáfa í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu er ákveðið að koma þeim saman. Þegar þangað er komið kynnist Blár hinni frjálslegu Perlu og steinfellur fyrir henni, en til þess að vinna hjarta hennar þarf Blár að leysa smá vandamál: flughræðslu. Ævintýri þeirra gengur ekki snurðulaust fyrir sig og kynnast þau mörgum góðum vinum á ferðalagi sínu um hina fögru Ríó. Páskamyndin í ár sýnd í þrívídd með ensku og íslensku tali.