Friday, 08 March 2013 10:28

Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:/: Verður margt að meini, :/:
fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
:/: Undan stórum steini :/:

Allt er frosið úti gor
ekkert fæst við ströndu mor
:/: svengd er metti mína, :/:
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
:/: seppi úr sorpi að tína. :/:

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel
:/: flaug úr fjallagjótum, :/:
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:/: veifar vængjum skjótum. :/:

Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá
:/: fyrrum frár á velli, :/:
krunk, krunk, nafnar, komið hér
krunk, krunk því oss búin er
:/: krás á köldu svelli. :/:

Íslenskt þjóðlag. Ljóð: Jón Thoroddsen

Monday, 08 October 2012 11:46

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var
með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi og sagði lækni að
koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.
Hann bankaði á hurðina.
Ratatatatat.

Hann skoðaði dúkkuna
og hristi sinn haus.
Hún skal í rúmið og ekkert raus.
Hann skrifaði á miða hvaða pillu skildi hún fá.
Ég kem aftur á morgun
ef hún er enn veik þá.

Monday, 08 October 2012 11:21

Ding - dong

Ding,dong - Froskurinn blikkar augunum
Um,eh - Eðlan rekur út úr sér tunguna
King,kong - Apinn slær á brjóst sér
Mjá,mjá - Kisan mjálmar
Blúbb,blúbb - Fiskurinn opnar munninn

Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding,dong sagði lítill grænn froskur
Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Og svo líka ding,dong,dongi,dongi,dongi,
dongi,dong.

Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag
Uhm,eh, sagði lítil græn eðla
Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka uhm,eh,ull,ull,ull,ull,ull.

King kong sagði stór svartur api einn dag
King kong sagði stór svartur api
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong,kone,konge,konge,
konge,kong.

Mjá,mjá sagði lítil grá kisa einn dag
Mjá,mjá sagði lítil grá kisa
Mjá,mjá sagði lítil grá kisa einn dag
og svo líka mjá,mjá - mjá

Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
og svo líka blúbb, blúbb, blúbb, blúbb,
blúbb...........

höf. ókunnur

Monday, 08 October 2012 11:19

Allur matur

Allur matur á að fara
upp í munn og ofan í maga
Heyrið þið það
Heyrið þið það
Svo ekki gauli garnirnar.